Listasafnið gjörningahátíð

Kjartan nýr fram­kvæmda­stjóri Skóg­arbaðannaMynd: Axel Þórhallsson

Kjartan nýr fram­kvæmda­stjóri Skóg­arbaðanna

Kjart­an Sig­urðsson mun taka við starfi fram­kvæmda­stjóra Skóg­arbaðanna í Eyjaf­irði í janúar. Tinna Jóhannsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í rúmt ár en hefur óskað eftir að láta af störfum.

Kjart­an hef­ur rekið fyr­ir­tækið Procedo ehf. und­an­far­in ár en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í al­mennri viðskiptaráðgjöf.

Kjart­an mun hefja störf um miðjan janú­ar næstkomandi og Tinna verður hon­um til halds og trausts fyrstu vik­urn­ar í starfi.

Kjart­an er með MBA-gráðu í viðskipta­stjórn­un frá Co­astal Carol­ina Uni­versity, en hann kláraði einnig B.Sc. í viðskipta­fræði hjá sama skóla. Meðfram starfi sínu sit­ur Kjart­an í sveit­ar­stjórn Eyja­fjarðarsveit­ar.

„Fyr­ir hönd stjórn­ar Skóg­arbaðanna þakka ég Tinnu fyr­ir mjög gott starf og ósk­um við henni góðs geng­is í nýj­um verk­efn­um. Á sama tíma hlökk­um við til sam­starfs­ins við Kjart­an sem við vit­um að mun hlúa vel að áfram­hald­andi vel­gengni Skóg­arbaðanna,“ seg­ir Sig­ríður María Hammer stjórn­ar­formaður í til­kynn­ingu frá Skógarböðunum.

Sambíó

UMMÆLI