Prenthaus

Kjass á Græna hattinumMynd: Daníel Starrason

Kjass á Græna hattinum

Tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir vinnur nú að sinni annarri plötu undir listamannsnafninu Kjass, Fyrsta plata Kjass, Rætur, sem kom út árið 2018 var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki djass- og blústónlistar. Nú er skrefið stigið í áttina að popp- og rokktónlist og mun platan koma út síðar á árinu 2021. 

Á fimmtudagskvöldið kemur hljómsveitin saman og flytur lög af nýju plötunni ásamt nokkrum eldri lögum. Hljómsveitina skipa auk Fanneyjar gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari, Rodrigo Lopes trommuleikari og Stefán Gunnarsson á bassa. Sérstakur gestur á tónleikunum er sellóleikarinn Ásdís Arnardóttir, bæjarlistamaður Akureyrar.

Forsalan er hafin á grænihatturinn.is.

UMMÆLI