Kona á sjötugsaldri slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Víkurskarði

Kona á sjötugsaldri slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Víkurskarði

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í dag kl. 13:52 tilkynning um umferðarslys í Víkurskarði. Þar hafði jepplingur hafnað utan vegar og oltið austan megin í skarðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Ökumaðurinn var kona á sjötugsaldri og var hún ein í bílnum. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Meiðsl hennar eru talin alvarleg en hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

UMMÆLI

Sambíó