Konan í kimono kom fram

Konan í kimono kom fram

Síðhærða konan í kimono sem að lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsti eftir í gær gaf sig fram við lögreglu eftir auglýsinguna. Hún er mögulegt vitni í rannsókn á meintri nauðgun sem varð á skemmtistað á Akureyri í lok maí.

Lögreglan auglýsti í gær eftir síðhærðri konu sem klædd var í kimono með blómamynstri á skemmtistaðnum Vamos aðfaranótt 29. maí.

Sjá einnig: Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að konu með sítt hár í kimono

Í umfjöllun RÚV um málið segir að konan hafi gefið sig fram stuttu eftir að auglýsingin birtist. María Jespersen, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra segir í samtali við RÚV að það sé ánægjulegt að konan hafi komið fram. Hún vildi ekki veita nánari upplýsingar um hvers vegna óskað var eftir því að vitnið gæfi sig fram eða um hvaða atvik vitnið ætti að geta verið með upplýsingar um. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tengist það rannsókn á meintri nauðgun sem tilkynnt var um þetta sama kvöld.

Nánari umfjöllun má finna á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI