KIA

Konni Conga sendir frá sér plötuna Kóngalíf

Konni Conga sendir frá sér plötuna Kóngalíf

Akureyrski rapparinn Hákon Örn Hafþórsson, betur þekktur sem Konni Conga, sendi í dag frá sér plötuna Kóngalíf. Platan er aðgengileg á Spotify.

Sjá einnig: Það væri miklu einfaldara ef ég myndi bara hverfa

„Innblásturinn kemur úr eins hversdagslegum hversdagsleika og hægt er. Hann kemur út frá þeirri pælingu að bera virðingu fyrir sjálfum sér en vera eins gefandi og maður mögulega getur. Muna sjálfan sig og elska aðra,“ segir Hákon um plötuna í samtali við Kaffið.is.

Konni greindi frá tíðindunum á Facebook síðu sinni í dag. Þar þakkaði hann þeim sem komu að plötunni með honum og sérstakar þakkir fékk listamaðurinn Margeir Dire, vinur Konna, sem lést fyrr á þessu ári.

„Á meðan þessi plata var í vinnslu gerðist ýmislegt, bæði gott og slæmt. Ég eignaðist börn, missti vin, flutti milli staða, lög týndust eða eyðilögðust og ég leyfði oftar en ekki hausnum á mér að setja upp hindranir sem að í lok dags eru ekkert nema blekkingar. Ég veit að ég á allt of mörg þjáningarsystkini þarna úti,“ skrifar Konni.

“Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum vinum, félögum og fjölskyldu sem hafa verið meira en dugleg að reka á eftir mér með þessa plötu. Ekki má gleyma börnunum mínum sem eru meiri innblástur en þau geta nokkurn tímann ímyndað sér.“

Hlustaðu á plötuna Kóngalíf:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó