Kristjana og Jens hlutu Böggubikarinn

Kristjana og Jens hlutu Böggubikarinn

Böggubikar KA var afhentur í ellefta skiptið í gær á 97 ára afmælisfögnuði félagsins. Bikarinn er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KA.

Böggubikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fædd var þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Bróðir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna en þau voru fyrst afhend árið 2015 á 87 ára afmæli KA.

Alls voru fimm stúlkur og sex drengir tilnefnd í ár en hægt er að sjá þau sem tilnefnd voru hér:

Tilnefningar til Böggubikars stúlkna
Tilnefningar til Böggubikars drengja

„Kristjana Ómarsdóttir varð á árinu Evrópumeistari í hópfimleikum blandað lið unglinga 2024, keppnin fór fram í Baku Aserbaísjaní október síðastliðnum. Kristjana hefur æft fimleika frá 3 ára aldri og þrátt fyrir ungan aldur 15 , (16 ára nú í janúar) hefur hún keppt “uppfyrir” sig síðastliðinn ár með Fimak (nú Fimleikadeild KA),“ segir á vef KA þar sem má finna íterlegri umfjöllun.

„Jens Bragi er einstaklega duglegur íþróttamaður, Hann er sterkur félagslega í meistaraflokki KA og setur alltaf markið hátt á æfingum. Hann ýtir undir að aðrir leikmenn leggja meira á sig á æfingum og utan æfinga. Jens er alltaf að leita leiða til þess að bæta sig og er duglegur við það að leita sér fróðleiks frá þeim sem eru í kringum hann,“ segir á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó