Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Krónan opnar á Akureyri 1. desemberMynd: Vikubladid.is

Krónan opnar á Akureyri 1. desember

Fyrirhugað er að opna nýja 2000 fermetra verslun Krónunnar við Hvannavelli á Akureyri þann 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins.

Sjá einnig: Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar á Akureyri

Bjarki Kristjánsson, verslunarstjóri, segir í samtali við Vikublaðið að kassakerfi búðarinnar, rekkar og innréttingar séu klár og að nú taki lokaspretturinn við.

,,Handtökin verða mjög mörg og dagarnir munu án efa verða ansi langir á lokasprettinum en það er nú bara íslenska leiðin“  sagði Bjarki en nánar er rætt við hann á vef Vikublaðsins.

Sambíó

UMMÆLI