Kveðjur til Seyðfirðinga

Kveðjur til Seyðfirðinga

Íbúar Akureyrar senda Seyðfirðingum og Austfirðingum öllum hlýjar kveðjur og hluttekningu vegna þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa á Seyðisfirði síðustu daga í aðdraganda jóla. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

„Þetta eru hörmulegar náttúruhamfarir sem hafa kallað mikla óvissu yfir Seyðfirðinga og ljóst að sú eyðilegging sem hlýst af aurskriðunum er gífurleg. Vonandi verður hægt að hefja uppbyggingu sem fyrst; fumlaust, fljótt og örugglega,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

„Seyðisfjörður er einn af fegurstu bæjum landsins og það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þeirri hryggð sem náttúran í ham getur valdið okkur. Á sama tíma er ljúfsárt að finna fyrir órjúfanlegri samstöðu íslensku þjóðarinnar. Hugur okkar er hjá Seyðfirðingum,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

UMMÆLI