Sigríður Steinbjörnsdóttir hefur kennt við Menntaskólann á Akureyri undanfarin 36 ár en nú er komið að starfslokum hjá henni og ný ævintýri bíða hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu MA á Facebook.
Sigríður hefur kennt íslensku og menningarlæsi frá upphafi þess áfanga, en einnig sinnt öðrum mikilvægum verkefnum, svo sem trúnaðarmennsku og öðrum störfum innan kennarafélags MA.
„Síðustu daga skólaársins var Sigga kvödd af nemendum og starfsfólki skólans, og henni þakkað kærlega fyrir allan lærdóminn, seigluna, eljuna, gleðina, góða samstarfið og einstaka hlýju í garð okkar allra. Við kveðjum Siggu með söknuði, en vitum um leið að hún mun eiga fullt í fangi með að láta drauma sína rætast, nú þegar stundaskráin er alfarið í hennar höndum,“ segir í tilkynningu MA.
UMMÆLI