Kvenréttindadeginum fagnað í Hofi í dag – Frítt inn

Kvenréttindadeginum fagnað í Hofi í dag – Frítt inn

Í dag, miðvikudaginn 19. júní kl. 17:00, verður kvenréttindadeginum fagnað Í menningarhúsinu Hofi með hátíðardagskrá þar sem frú Elísabetar Jónsdóttur kvenréttindakonu og tónskálds frá Grenjaðarstað verður minnst.

Flutt verður tónlist eftir Elísabetu og heimildamynd um ævi hennar verður frumsýnd.

Tónlistarflutningur á hátíðinni verður í höndum Ásdísar Arnardóttur, Fanneyjar Kristjáns Snjólaugardóttur, Helenu Guðlaugar Bjarnadóttur, Kvennakórs Akureyrar, Mariku Alavere og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur.

Fínn klæðnaður er viðeigandi á þessari hátíðarstundu og eru gestir því hvattir til þess að mæta í sínu fínasta pússi. Auk þess eru allar konur hvattar til þess að klæðast upphlut eða peysufötum.

Viðburðurinn fer fram í Hömrum. Enginn aðgangseyrir og allir hjartalega velkomnir.

UMMÆLI

Sambíó