Kynning á nýju vörumerki Demantshringsins

Kynning á nýju vörumerki Demantshringsins

Fimmtudaginn 12. desember næstkomandi verður hádegisfundur á Sel-Hótel Mývatn um Demantshringinn/Diamond Circle, frá klukkan 11:30-13:00. Ráðgjafafyrirtækið Cohn & Wolfe hefur hannað nýtt vörumerki fyrir leiðina og mun Ingvar Örn Ingvarsson, sérfræðingur, fara yfir það ferli á fundinum og kynna vörumerkið. Þá munu verkefnastjórarnir Björn H. Reynisson og Katrín Harðardóttir fara yfir stöðuna á þróun Demantshringsins og næstu skref.

Ekkert kostar inn á fundinn og boðið verður upp á súpu og brauð.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

UMMÆLI