Lars Lag­er­bäck þjálf­ari árs­ins í Svíþjóð

Lars Lag­er­bäck þjálf­ari árs­ins í Svíþjóð

Lars Lag­er­bäck, fyrr­um landsliðsþjálf­ari Íslands í fótbolta, var í kvöld út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins 2016 í Svíþjóð á ár­legu upp­gjörs­hófi.

Lars hafði bet­ur gegn Håk­an Carls­son sem þjálf­ar þríþraut, golfþjálf­ar­an­um Tor­stein Hans­son og Piu Sund­hage sem þjálf­ar sænska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu, sem einnig voru til­nefnd. Eftir að hann tók við verðlaunuðum svaraði salurinn með því að taka Víkingaklappið fræga.

Lagerback stýrði íslenska landsliðinu ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2011 en lét af störfum eftir Evrópumótið í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó