Lárus tekur við Þórsurum

Lárus Jónsson mun taka við karlaliði Þórs í körfubolta af Hjalta Þór Vilhjálmssyni sem lætur af störfum nú á vordögum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Þórs. Þór féll úr úrvalsdeildinni í körfubolta í vet.

 

Lár­us er Hver­gerðing­ur og hóf sinn körfu­bolta­fer­il með Hamri. Sem leikmaður lék hann lengst af með upp­eld­is­fé­lag­inu, Hamri en auk þess lék hann um tíma með KR og Fjölni.

Sem þjálf­ari meist­ara­flokks hef­ur hann þjálfað Ham­ar og nú síðast var hann þjálf­ari Breiðabliks í 1. deild­inni en var leyst­ur frá störf­um í fe­brú­ar. Sam­hliða þjálf­un meist­ara­flokks mun Lár­us þjálfa drengja­flokk Þórs.

„Þórsar­ar höfðu sam­band við mig skömmu fyr­ir páska og þá hóf­ust viðræður. Já þetta leggst mjög vel í mig og ég mun taka við góðu búi af Hjalta. Það sem heill­ar einna mest við liðið eru all­ir þess­ir ungu og efni­legu leik­menn sem eru til­bún­ir að leggja mikið á sig til þess að verða betri. Fjöl­skyld­an stefn­ir á að koma í byrj­un júlí og við hlökk­um mikið til að upp­lifa nýtt æv­in­týri og norðlenska lognið,“ seg­ir Lár­us Jóns­son í viðtali á heimasíðu Þórs en samn­ing­ur hans við Ak­ur­eyr­arliðið er til þriggja ára.

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is