Lausaganga katta ekki heimiluð að næturlagi

Lausaganga katta ekki heimiluð að næturlagi

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að falla frá áfromum um að lausaganga katta í bænum verði alfarið bönnuð frá árinu 2025. Ákvörðun var tekin um að lausaganga katta yrði bönnuð að næturlagi frá og með 1. janúar 2023.

Bókunin var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum en fjórir bæjarfulltrúar, þau Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Haraldsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir lögðu fram sérstaka bókun þar sem kemur fram að þeim hefði þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun að takmarka lausagöngu katta.

Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun,“ segir í bókun þeirra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó