Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu á föstudaginn

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu á föstudaginn

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsið föstudagskvöldið 27. janúar. Engin önnur en stórstjarnan Jóhanna Guðrún leikur Velmu en leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý. Margrét Eir fer með hlutverk fangelsisstýrunnar, Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn, Arnþór Þórsteinsson er Adam og Bjartmar Þórðarson leikur fjölmiðlakonuna Mörtu smörtu. Með önnur hlutverk fara Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell. 

„Langþráður draumur minn að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en Chicago, eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse, er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi vinsæli og margverðlaunaði söngleikur er sýndur á Akureyri í atvinnuleikhúsi. Chicago var fyrst sýnd í Þjóðleikhúsinu 1985 í þýðingu Flosa Ólafssonar og svo aftur í Borgarleikhúsinu árið 2005. 

Uppsetningin í Samkomuhúsinu er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Eins og áður segir er leikstýrir Marta Nordal. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, danshöfundur Lee Proud, leikmyndahönnuður Eva Signý Berger, búningahönnuður Björg Marta Gunnarsdóttir, Harpa Birgisdóttir sér um leikgervi, Ólafur Ágúst Ólafsson er ljósahönnuður og hljóðhönnuður er Sigurvald Ívar Helgason. Þýðingin er eftir Gísla Rúnar Jónsson.

Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI