Leikfélag Akureyrar mun setja upp leiksýninguna Elskan er ég heima? eftir breska leikskáldið Laura Wade í haust. Þetta er fyrsta verkið sem Leikfélag Akureyrar tilkynnir fyrir leikárið 2025-2026.
Leikstjóri er Ilmur Kristjánsdóttir og leikarar í verkinu eru Edda Björgvinsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Hólmfríður Hafliðadóttir, Ólafur Ásgeirsson, Urður Bergsdóttir og Vigdís Halla Birgisdóttir.
Verkið verður frumsýnt í október en miðasala hefst 17. júní. Frekari upplýsingar og miðasala á mak.is
UMMÆLI