Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir leikritið Bót og betrun næstkomandi föstudag í sal skólans. Þetta er þriðja árið í röð sem Leikfélag VMA sýnir í skólanum sjálfum.

Bót og betrun er breskur farsi sem fjallar um Eric Swan. Eric hefur blekkt kerfið í tvö ár með því að krefjast alskyns bóta fyrir það óteljandi fólk sem hann hefur spunnið upp. Lygar hans byrja að vinda upp á sig þegar maður frá félagsmálastofnun kemur í heimsókn. Leikritið er eftir Michael Cooney og var gefið út árið 1993. Það var þýtt yfir á íslensku af Herði Sigurðarsyni.

„Í þetta skiptið var ákveðið að breyta til, stefna á nýja braut og prófa nýja hluti, en undanfarin ár höfum við sett upp mörg þekkt leikrit eða vinsæla söngleiki. Ég spurði sjálfan mig: Af hverju setjum við ekki bara upp eitt skemmtilegt gamanleikrit, eins og farsa. Þessi hugmynd var tekin fyrir á leikfélagsfundi og allir sammála að þetta væri málið í ár,“ segir Örn Smári Jónsson, formaður Leikfélags VMA, í samtali við Kaffið.is.

Saga Geirdal Jónsdóttir leikstýrir sýningunni og hafa æfingar staðið yfir síðan október. Með aðalhlutverk í sýningunni fara: Örn Smári Jónsson, Franz Halldór Eydal, Katla Snædís Sigurðardóttir, Hanna Lára Ólafsdóttir, Sigríður Erla Ómarsdóttir, Hemmi Ósk Baldursbur, Sigrún Karen Yeo, Ingólfur Óli Ingason, Guðmar Gísli Þrastarson og Svavar Máni Geislason.

„Svo er fullt af öðru fólki sem kemur að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Flestir eru nemendur hér í VMA en svo er líka utanaðkomandi fólk sem er okkur innan handa,“ segir Örn Smári.

Samtals verða fjórar sýningar, helgina 3. til 4. febrúar og helgina 10. til 11. febrúar. Miðasala fer fram á  tix.is.

Sýningar:

Frumsýning 3. febrúar klukkan 20:00

4. febrúar klukkan 20:00

10. febrúar klukkan 20:00

11. febrúar klukkan 20:00

Húsið opnar alltaf klukkan 19:30

UMMÆLI

Sambíó