Leikmaður Dalvíkur/Reynis til Noregs á reynslu

Mynd: dalviksport.is

Nökkvi Þeyr Þórisson sem spilar knattspyrnu með Dalvík/Reyni fer í byrjun október á reynslu til Valeranga í Noregi. Nökkvi mun eyða viku í Noregi þar sem hann skoðar aðstæður hjá klúbbnum og æfir með aðalliði Valeranga.

Valeranga er sem stendur í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar í Noregi. Samúel Kári Friðjónsson er eini Íslendingurinn sem spilar fyrir liðið í dag.

Nökkvi var frábær þegar Dalvíkingar tryggðu sér sigur í 3. deildinni hér heima í sumar. Hann spilaði stórt hlutverk ásamt bróður sínum Þorra. Lið úr Pepsi-deildinni hér heima hafa fylgst náið með bræðrunum en þeir æfðu til dæmis með FH í sumar.

Þorri Mar spilaði alla 18 leiki Dalvíkur/Reynis og gerði í þeim 4 mörk. Nökkvi lék 16 leiki og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk.

UMMÆLI