Leitað að Benedikt búálfi og Dídí mannabarni

Leitað að Benedikt búálfi og Dídí mannabarni

Leikfélag Akureyrar leitar að leikurum í söngleikinn Benedikt búálfur sem frumsýndur verður í febrúar 2021.

Hlutverkin sem um ræðir eru Benedikt búálfur og Dídí mannabarn.

Opnar söng- og leikprufur verða haldnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri helgina 30.-31. maí og í Hörpu í Reykjavík helgina 6.-7. júní.

Aðeins leikarar, sem lokið hafa námi í leiklist eða hafa umtalsverða reynslu í atvinnuleikhúsi eða söng, koma til greina. Aldurstakmark er 18 ára. Skráning í prufurnar fer fram á www.mak.is.

UMMÆLI

Sambíó