Lemon opnar á Húsavík

Lemon opnar á Húsavík

Samloku- og djússtaðurinn Lemon mun opna veitingastað á Húsavík í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook.

Tvö ár eru liðin frá því að staðurinn opnaði fyrst á Akureyri en nú eru starfræktir tveir Lemon staðir þar ásamt því að söluvagn er á svæðinu.

Það gengur greinilega vel hjá Lemon á Norðurlandi en staðurinn dreifir hratt úr sér þessa dagana.

Rekstaraðilar Lemon á Húsavík eru þó ekki þeir sömu og á Akureyri en hjónin Anný Rós Guðmundsdóttir og Birkir Stefánsson munu sjá um reksturinn á Húsavík.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó