Lítið mál fyrir Akureyringa að losa sig við jólatré

Mynd: akureyri.is.

Það verður lítið mál fyrir Akureyringa að losa sig við jólatrén sem hafa lokið hlutverki sínu á heimilum þeirra þessi jólin.

Í næstu viku, eða dagana 8.-12. janúar, munu starfsmenn Umhverfismiðstöðvar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk og einnig verða gámar fyrir jólatré við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus í Naustahverfi og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð.

Trén verða kurluð og notuð í stíga eða sem yfirlag á trjá- og runnabeð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó