„Litlir og þéttir hópar sem mynda sterkt samfélag“

„Litlir og þéttir hópar sem mynda sterkt samfélag“

Næsti viðmælandi Kaffið.is frá Háskólanum á Akureyri er hann Þorgeir Örn Sigurbjörnsson sem útskrifast úr Sjávarútvegsfræði frá skólanum núna í sumar.


Í HVAÐA NÁMI ERT ÞÚ?

Sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri

ÞEGAR ÞÚ HORFIR TIL BAKA, HVAÐ HEFUR STAÐIÐ UPP ÚR Í HA?

Fólkið sem ég kynntist í náminu og fylgdi mér í gegnum þessi þrjú ár. Frábærir krakkar sem gerðu tímann í skólanum skemmtilegan.

HVERNIG FINNST ÞÉR HÁSKÓLALÍFIÐ Á AKUREYRI?

Það er almennt mjög gott. Það eru litlir og þéttir hópar sem mynda sterkt samfélag. Háskólaviðburðir eru svo frábærir til að sameina alla og skapa góðar minningar.

HVAÐA RÁÐ MYNDIR ÞÚ GEFA NÝNEMUM SEM ERU AÐ HEFJA NÁM VIÐ HÁSKÓLANN?

Fyrsta árið er alltaf erfiðast. Ef þú kemst í gegnum það, þá er restin “piece of cake”. Leggðu þig fram, leitaðu til samnemenda á árunum á undan og njóttu þess að vera í háskólanum.

ÞRJÁR ÁSTÆÐUR AF HVERJU ÞÚ VALDIR HÁSKÓLANN Á AKUREYRI?

1. Ég var að vinna á sjó áður og hafði mikinn áhuga að vinna við sjávarútveginn í framtíðinni, því valdi ég sjávarútvegsfræði í HA.

2. Ég vissi af náminu og hafði heyrt mjög jákvæða hluti um það frá félaga mínum sem var útskrifaður – hann talaði um hvað þetta væri geggjað nám.

3. Námið er mjög sveigjanlegt, sem gerði það auðvelt að samræma það með vinnu og daglegu lífi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó