Ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldiMynd: Akureyri.is

Ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi

Fimmtudaginn 1. desember kl. 16.30 fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls ofbeldis.

Sjá einnig: Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Gengið verður frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54, og að Bjarmahlíð, Aðalstræti 14, þar sem Bjarney Rún Haraldsdóttir, teymisstjóri Bjarmahlíðar, flytur stutt erindi.

Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Allir eru hvattir til að mæta og ganga saman gegn ofbeldi.

Eftirtaldar byggingar eru lýstar upp með appelsínugulum lit í tilefni átaksins:

  • Glerárkirkja
  • Fjöru-Drottningarbrautarstígur
  • Menntaskólinn á Akureyri
  • Ráðhúsið Geislagötu 9
  • Minjasafnið og Nonnahús
  • Menningarhúsið Hof

Viðburðurinn á Facebook.

UMMÆLI