Ljósmyndasýning Hermanns frá Hvarfi, „Með mínum augum“ í Deiglunni

Ljósmyndasýning Hermanns frá Hvarfi, „Með mínum augum“ í Deiglunni

Hermann Gunnar Jónsson opnar ljósmyndasýningu í Deiglunni á morgun, föstudaginn 4. nóvember. Sýningin „Með mínum augum“ opnar klukkan 16.00.

Enginn aðgangseyrir er á sýninguna þar sem Hermann sýnir 37 ljósmyndir og einnig verður boðið upp á léttar veitingar.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin sem hér segir: föstudag klukkan 16:00 til 20:00,
laugardag klukkan 11:00 til 17:00 og sunnudag klukkan 11:00 til 17:00.

„Hermann Gunnar hefur um árabil fangað fegurð íslensks landslags með ljósmyndum sínum og beinir sjónum oftar en ekki að næsta nágrenni Grenivíkur, Gjögraskaga og Bárðardals. Myndir Hermanns bera vott um næmt auga fyrir náttúrunni, hinu smáa jafnt sem stóra. Í myndum hans leika lipurlega saman birta, skuggar, spegilmyndir og form. Fólk, hestar og gróður birtast í verkum hans, í einföldum fallegum takti við form í náttúrunni, þannig að engu er ofaukið,“ segir Elsa María Guðmundsdóttir, sýningarstjóri.

UMMÆLI

Sambíó