Ljóst að kostnaður við rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri muni lækka

Ljóst að kostnaður við rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri muni lækka

Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, segir að nýir starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar muni fara á aðra kjarasamninga en þeir sem þegar starfa þar. Þetta kemur fram í viðtali við Ásthildi í Landsbyggðum á N4 næstkomandi fimmtudagskvöld þar sem verður rætt við Ásthildi um fjármál Akureyrarbæjar . 

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um mánaðamótin. Ásthildur seg­ir ljóst að kostnaður­inn við rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila á Ak­ur­eyri muni lækka í kjölfarið.

Ásthildur segist treysta því starfsemin og þjónustan verði áfram jafn öflug og hún hefur verið hjá bænum. Nánar er fjallað um viðtalið við Ásthildi á vef N4, n4.is, í dag. 

Sambíó

UMMÆLI