LMA sýnir Galdrakarlinn í Oz í Hofi

LMA sýnir Galdrakarlinn í Oz í Hofi

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mun setja upp söngleikinn Galdrakarlinn í Oz í Hofi í þessum mánuði. Frumsýning verður þann 14. mars næstkomandi klukkan 20:00. Í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar segir að hópurinn frá LMA sé mættur í hús fyrir æfingar og að mikið líf og fjör sé í kringum uppsetninguna.

Leikfélag MA er þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar og hefur félagið sett upp sýningar árlega frá árinu 1936. Hátt í 90 nemendur Menntasskólans á Akureyri koma að uppsetningunni í ár og leikstjórinn er Akureyringurinn Egill Andrason.

Galdrakarlinn í Oz er byggður á barnabók L. Frank Baum sem kom út um aldamótin 1900. Leikgerðin er byggð á íslenskri þýðingu Bergs Þórs Ingólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, og á leikgerð eftir John Kane. 

Miðasala fer fram á Mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó