Prenthaus

Lof mér að falla slær í gegn – Fjórða stærsta opnun frá upphafi á íslenskri kvikmynd

Lof mér að falla slær í gegn – Fjórða stærsta opnun frá upphafi á íslenskri kvikmynd

Kvikmyndin Lof mér að falla sló í gegn um helgina á Íslandi og er frumsýning hennar fjórða stærsta opnun frá upphafi á íslenskri kvikmynd og stærsta frumsýningarhelgi á íslenskri mynd síðan 2016 – aðeins Mýrin, Bjarnfreðarson og Eiðurinn hafa þénað meira á frumsýningarhelgi.

Mikið var af uppseldum sýningum um helgina og greinilegt að landsmenn eru gríðarlega spenntir fyrir því að upplifa Lof mér að falla í bíó. Rúmlega 8300 bíógestir sáu myndina á Íslandi um helgina.

Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og gesta sem hafa gengið út úr bíósölum landsins snortin yfir þeirri sterku upplifun sem hún er. Lof mér að falla stefnir í að verða ein tekjuhæsta mynd ársins miðað við þessa frábæru frumsýningarhelgi.

Baldvin Z leikstýrði Vonarstræti sem sló eftirminnilega í gegn og 58,000 gestir sáu árið 2014. Lof mér að falla er að byrja 30% betur en hún og stefnir því á að gera gott betur en Vonarstræti í kvikmyndahúsum landsins. Myndin er sýnd í Borgarbíó á Akureyri.

Sýnishorn myndarinnar:

UMMÆLI

Sambíó