Lögreglan á Akureyri rannsakar hnífstunguárás

Lögreglan á Akureyri rannsakar hnífstunguárás

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú mál vegna manns sem er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í gleðskap á Akureyri um helgina. Þetta kemur fram á vef DV í dag.

Þar kemur fram að maðurinn sem er grunaður um árásina sé erlendur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Einherja á Vopnafirði í 3. deild karla í knattspyrnu.

Samkvæmt öruggum heimildum DV voru nokkrir leikmenn Einherja mættir í gleðskap á Akureyri um síðustu helgi.

„Einn af þeim var ónærgætinn við stúlku í gleðskapnum, að mati þeirra sem höfðu boðið heim til sín. Var leikmönnum Einherja því vísað á dyr. Mennirnir voru ekki ánægðir með þessa ákvörðun en létu sig þó fljótt hverfa. Einn þeirra snéri hins vegar aftur í íbúðina eftir að búið var að reka þá á dyr, tók upp hníf og stakk einn gestinn,“ segir í umfjöllun um málið á vef DV. 

Jónas Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi eystra, staðfestir í samtali við DV að málið sé til rannsóknr og að aðili hafi verið stunginn á Akureyri á sunnudagsmorguninn. Það hafi ekki verið farið fram á gæsluvarðhald en það verði farið fram á farbann yfir þeim aðila sem er grunaður um hnífstunguna.

Samkvæmt heimildum DV er maðurinn sem varð fyrir árásinni óvinnufær en hann er ekki í lífshættu. Jónas segir í samtali við DV að betur hafi farið en á horfist þegar um hnífstunguárás sé að ræða.

Nánar er fjallað um málið á vef DV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó