Prenthaus

Lögreglan á Norðurlandi eystra svarar dansáskoruninniSkjáskot úr myndbandi lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra svarar dansáskoruninni

Lögreglan á Suðurnesjum birti á dögunum myndband af sér dansa gegn kórónuveirunni, líkt og margir í framlínunni hafa gert undanfarna daga. Dansinn hefur vakið töluverða athygli þar sem lögreglumennirnir sjást dansa með sírenurnar blikkandi í takt við lagið.

Lögreglan á Norðurlandi eystra varð að sjálfsögðu að taka þátt í áskoruninni og skjóta þar léttilega á lögregluna á Suðurnesjum í leiðinni í þessu skemmtilega myndbandi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur þegar sett athugasemd við myndbandið á facebook þar sem hann segir á léttu nótunum: ,,Já, þetta er ágætlega gert, verður gaman að sjá þegar þetta verður tilbúið. Nei þetta er vel gert,“ segir í athugasemdinni.
Lögreglan á Norðurlandi eystra var ekki lengi að svara og skýtur til baka að þau hafi auðvitað ekki getað dansað í sínu myndbandi fyrir utan lögreglustöðina útaf roki.

TENGDAR FRÉTTIR:

Sambíó

UMMÆLI