Lögreglan biður trampólín eigendur að taka niður trampólínin

Lögreglan biður trampólín eigendur að taka niður trampólínin

Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til þeirra sem eiga trampólín að taka þau saman eða fella nú fyrir kvöldið þau trampólín sem standa í görðum víða um Norðurland eystra.

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að trampólínin geti valdið stórtjóni og verið hættuleg lífi fólks þegar þau fjúka af stað.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra og Austurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 

UMMÆLI