Lögreglan lýsir eftir vitnum sem kunna að hafa upplýsingar um árekstur

Lögreglan lýsir eftir vitnum sem kunna að hafa upplýsingar um árekstur

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum á Facebook síðu sinni í dag. Um er að ræða árekstur á milli tveggja bifreiða við gatnamótin að Mýrarvegi og Þingvallastræti um klukkan 15:00 í gær, miðvikudaginn 10. nóvember.

„Ef þú telur þig hafa upplýsingar um atvikið, þá máttu gjarnan senda okkur skilaboð á facebook eða koma við á lögreglustöðinni, Þórunnarstræti 138,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó