Lögreglan varar við röskun á umferð við Vaðlaheiðargöng

Lögreglan varar við röskun á umferð við Vaðlaheiðargöng

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við röskunum á venjulegri umferð á hringveginum við Vaðlaheiðargöng. Verið er að malbika Hringveginn við Vaðlaheiðargöng og því hefur hámarkshraði verið færður í 90 km/klst í 30 km/klst tímabundið. Umferð í nálægð við göngin verður stjórnað með umferðarljósum og eingöngu ein akbraut verður í notkun á meðan.

Lögreglan biðlar til ökumanna að sýna framkvæmdaraðilum tillitsemi og þolinmæði og fara með gát.

 

UMMÆLI

Sambíó