Loka Grjótagá vegna slæmrar umgengni

Landeigendur í landi Voga í Mývatnssveit hafa lokað fyrir Kvennagjá í hellingum Grjótagjá. Hellirinn hefur verið vel sóttur af ferðamönnum í gegnum tíðina og þar hefur verið vinsælt að baða sig. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir í samtali við Morgunblaðið að aðkoman hafi oft á tíðum verið mjög slæm og því hafi verið gripið til þess ráðs að loka gjánni tímabundið til þess að vernda svæðið.

Grindverk hefur verið sett upp til þess að loka Kvennagjá en Ólöf segir í samtali við Vísi.is í dag að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Fólk geti enn komið og skoðað svæðið og tekið myndir.

„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf við Vísi.

Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó