Lokun grenndarstöðvar við Skautahöllina

Lokun grenndarstöðvar við Skautahöllina

Grenndarstöðinni við Skautahöllina á Akureyri verður lokað um næstu mánaðarmót, frá 1. júní nk. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Akureyrar.

Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem að staðsetning stöðvarinnar hafi reynst óheppileg vegna umferðar iðkenda um bílastæðið.

„Unnið er að því að finna nýja og hentuga staðsetningu fyrir grenndarstöð sem gæti þjónað íbúum Innbæjar og Hagahverfis. Þangað til verður hægt að nýta nærliggjandi grenndarstöðvar, til dæmis við Ráðhúsið eða við Bónus í Naustahverfi,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Grenndarstöðvar á Akureyri verða átta talsins eftir þessa lokun.

Upplýsingar um sorphirðu og flokkun má finna hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó