MA á leið í úrslit Gettu beturMynd/Unnar Vilhjálmsson

MA á leið í úrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri er á leið í úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025 eftir sigur á Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, 28-16. Annað hvort mætir MA liði Menntaskólans í Reykjavík eða Menntaskólans við Hamrahlíð en það kemur í ljós eftir viðureign þeirra eftir viku.

„Aldeilis frábær frammistaða hjá þeim Árna, Kjartani og Sólveigu sem hafa sýnt mikinn stíganda í keppninni. Metnaður þeirra og þrautseigja hefur nú skilað MA alla leið í úrslit keppninnar í fyrsta skipti síðan 2008. Gera má ráð fyrir fjölmennum hópi stuðningsfólks suður yfir heiðar eftir tvær vikur,“ segir á vefsíðu MA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó