Menntaskólinn á Akureyri tryggði sig áfram í 8 liða úrslit Gettu betur í gærkvöldi með sigri á Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í 16 liða úrslitum keppninnar. Lokatölur urðu 31-23 MA í vil.
Lið MA skipa þau Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir. Þau munu mæta liði Menntaskólans við Sund í sjónvarpssendingu RÚV fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi.
Verkmenntaskólinn á Akureyri datt úr leik í fyrra kvöldi 16 liða úrslitanna gegn Menntaskólanum á Egilstöðum.
UMMÆLI