Má helst ekki minnast á Samherjamálið á AkureyriMynd: Háskólinn á Akureyri

Má helst ekki minnast á Samherjamálið á Akureyri

Lars Lund­sten, finnsk­ur fræði­mað­ur sem starfar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu í grein sem birt var finnska blaðinu Hufudstabladet á mánudaginn. Fjallað er um grein Lars á Stundinni í dag.

Þar segir að Lars hafi starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 2016 og sé nú forstöðumaður doktorsnáms við skólann. Áður var hann forseti félagsvísindadeildar. Rannsóknar- og sérsvið hans er fjölmiðlafræði. Hann var skiptinemi á Íslandi á áttunda áratugnum og er með BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Áður en hann gerðist fræðimaður starfaði hann sem blaðamaður á bæði finnsku og sænsku.

Í greinninni í Hufudstabladet fjallar Lars um smæð íslenska samfélagsins og erfiðleikana sem fylgja því að fólk þekkist mikið innbyrðis. Hann telur Samherjamálið í Namibíu vera gott dæmi en höfuðstöðvar Samherja eru sem kunnugt er á Akureyri þar sem útgerðin er með um 500 starfsmenn í vinnu.

Lars segir frá því þegar hann minntist á Samherja við kunningja sinn á Akureyri í léttum dúr. Kunninginn hafi orðið vandræðalegur um leið og Lars nefndi fyrirtækið.

„Kunningi minn þagði þegar hann heyrði orðið Samherji. Ég dreif mig í að útskýra að þetta snerist bara um iðnaðarmann sem hafði ekki getað komið og hjálpað mér með gólfið í bílskúrnum vegna þess að hann hefði fengið svo mikla vinnu hjá Samherja. Vinur minn veit að maður á aldrei að gagnrýna einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir fyrir eitthvað misjafnt hér í þessu landi,“ segir Lars.

Hann segir að í íslensku samfélagi sé innbyggt eins konar valdakerfi klansins. „Valdakerfi klansins er tegund spillingar þar sem peningar eða aðrar beinar mútur eru óþarfar. Kerfið gengur út á að gera greiða og taka við greiðum.“

„Það er sem sagt ekki einkennilegt að Ísland sé gagnrýnt meira fyrir spillingu en hin Norðurlöndin. Hin fjögur Norðurlöndin er meðal þeirra sjö landa í heiminum þar sem spilling er talin vera minnst  á meðan Ísland er í sautjánda sæti á listanum sem Transparency International birtir reglulega,“ skrifar Lars en grein hans má lesa í heild sinni hér.

Hér má lesa umfjöllun Stundarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó