fbpx

MA sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna

Birkir Blær var sigurvegari kvöldsins. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson.

Birkir Blær Óðinsson keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri í Söngkeppni framhaldsskólanna í gær og stóð uppi sem sigurvegari. Keppnin var haldin á Akranesi og þótti til fyrirmyndar. Birkir Blær tók lagið I put a spell on you eftir Screamin’ Jay Hawkins og heillaði dómnefndina með sinni einstöku útsetningu og flutningi á laginu.

Menntaskólinn á Akureyri hefur ævinlega tekið þátt í Söngkeppninni og oft lent í efstu sætunum en þetta er þó í fyrsta skiptið síðan árið 2003 sem MA sigrar keppnina.

UMMÆLI

PSA