MA vann Delta-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna

MA vann Delta-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag. Keppt var í þremur deildum eftir erfiðleikastigi, Alfa, Beta og Delta, og fóru lið Tækniskólans með sigur af hólmi í Alfa deild og Beta deild og lið Menntaskólans Akureyri í Delta deild.

Lið Menntaskólans á Akureyri skipuðu þau Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Elvar Björn Ólafsson og Lárus Vinit Víðisson.

Þá voru veitt aukaverðlaun fyrir besta nafnið, sem kom í hlut liðs úr Menntaskólanum í Reykjavík, og lið frá Menntaskólanum á Akureyri sigraði myndakeppnina. Þær Kolfinna Eik Elínardóttir og Nína Rut Arnardóttir skipuðu lið MA í myndakeppninni.

HR hefur staðið fyrir Forritunarkeppninni í fjölda ára og hefur aðsókn í keppnina aukist með hverju árinu. Í ár tóku alls 135 nemendur þátt í 61 liði og var bæði keppt í HR og Háskólanum á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó