Maður í öryggisvistun á Akureyri kærður fyrir líkamsárás á átta ára dreng

Maður í öryggisvistun á Akureyri kærður fyrir líkamsárás á átta ára dreng

Ósakhæfur maður sem vistaður er í öryggisvistun á Akureyri hefur verið kærður fyrir líkamsárás gegn átta ára dreng. Þetta kemur fram á vef RÚV en fjallað var um málið í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi.

Á vef RÚV segir að rannsókn málsins sé á frumstigi en lögreglan líti málið alvarlegum augum.

Atvikið átti sér stað á mánudaginn í síðustu viku þegar drengurinn var á leið heimi úr skólanum. Maðurinn, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, réðst á drenginn og tók hann hálstaki.

Maðurinn er skjólstæðingur í Hafnarstræti á Akureyri þar sem er rekin öryggisvistun fyrir ósakhæfa einstaklinga. Þar búa nú þrír einstaklingar sem hlotið hafa dóma.

Karólína Gunnarsdóttir, sviðstjóri búsetusviðs Akureyrar harmar atvikið.

„Mikið fatlaður maður sem býr þarna inni í Hafnarstræti er sem sagt úti á gangi rétt fyrir utan heima hjá sér og er eins og alltaf með tvo starfsmenn með sér og gerir í rauninni það sem hann gerir aldrei. Hann stekkur í burtu og þá gerist þetta með þessum hörmulegu afleiðingum,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu RÚV en nánar er fjallað um málið á vef RÚV. 

UMMÆLI