Magðalena á leið út í skosku úrvalsdeildinaMagðalena Ólafsdóttir. Mynd: thorsport.is

Magðalena á leið út í skosku úrvalsdeildina

Magðal­ena Ólafs­dótt­ir, nítj­án ára knatt­spyrnu­kona úr Þór/​KA á Ak­ur­eyri, er á leið til Skotlands nú um mánaðarmótin á reynslu hjá skoska liðinu Forfar Farmington. Þetta kemur fram í frétt á vef Þórs en þar segir jafnframt að samningur hennar við liðið sé gerður tímabundið til reynslu í einn mánuð. Á þeim tíma ætti hún að ná þremur leikjum með liðinu. Í lok febrúar verður síðan tekin ákvörðun um framhaldið.

Spennt að takast á við verkefnið

Magðalena kveðst spennt yfir tækifærinu og segist hlakka til að sjá hvernig fer en hún verður fyrsta ís­lenska knatt­spyrnu­kon­an til að spila í skosku úr­vals­deild­inni. „Ég hef verið í sambandi við þjálfara liðsins, sem er írskur, og mér líst vel á þetta. Ég mun búa hjá eldri konu í Forfar þannig að ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að koma í nýtt og framandi umhverfi. Ég veit lítið um fótboltann í Skotlandi, en er spennt að takast á við þetta verkefni og sjá hvar ég stend,“ segir Magðalena í samtali við thorsport.is.

Fyrirliði í Íslandsmeistaraliði 2. flokks

Magðal­ena lék með Hömr­un­um, varaliði Þórs/​KA, í 2. deild á síðasta tíma­bili og var fyr­irliði liðsins, ásamt því að vera fyr­irliði í Íslands­meist­araliði 2. flokks kvenna með liði Þórs/​KA/​Hamr­anna. Hún kom síðan yfir í raðir Þórs/​KA í lok júlí og lék tvo leiki í úr­vals­deild­inni á loka­spretti Íslands­móts­ins.

Sambíó

UMMÆLI