Magni enn taplausir á GrenivíkFrá leik liðanna í fyrra. Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Magni enn taplausir á Grenivík

Magni frá Grenivík tóku á móti nágrönnum sínum frá Akureyri, Þórsurum, í kvöld í Inkasso deildinni.

Leikurinn jafn og skemmtilegur en staðan var jöfn 0-0 eftir fjörugan fyrri hálfleik, þar sem Þórsarar skutu í slá og Magnamenn fengu góð færi.

Magnamenn fengu vítaspyrnu á 68 mínútu þegar Aron Elí Sævarsson braut klaufalega af sér innan teigs eftir vandræðagang hjá gestunum.
Kristinn Þór Rósbergsson fór á punktinn og skoraði með öryggi.

Þórsarar sóttu meira eftir markið og áttu annað skot í slá og stöng áður en varamaðurinn Jóhann Helgi Hannesson jafnaði fyrir gestina eftir laglega sendingu frá Bjarka Þór Viðarssyni.

Lokatölur í nágrannaslagnum 1-1 á Grenivík þar sem tæplega þúsund manns mættu til að horfa á. Magni hefur því ekki enn tapað á heimavelli sínum í sumar, en þeir töpuðu fyrsta heimaleiknum í deildinni sem var reyndar spilaður í Boganum og því enn taplausir á heimavelli sínum á Grenivík.

Sambíó

UMMÆLI