Málþing Lagadeildar HA: Endurskoðun stjórnarskrár 2009-2017 – Í minningu Ágústs Þórs Árnasonar

Málþing Lagadeildar HA: Endurskoðun stjórnarskrár 2009-2017 – Í minningu Ágústs Þórs Árnasonar

Þann 10. desember n.k. frá kl. 14:00- 16:30 stendur Lagadeild Háskólans á Akureyri fyrir rafrænu málþingi í tilefni útgáfu bókar um endurskoðun stjórnarskrár í ritstjórn Ágústs Þórs Árnasonar og Catherine Dupré.

Bókin ber heitið „Icelandic Constitutional Reform: People, Processes, Politics“. Meðal þátttakenda eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, en bókin hefur að geyma greinar eftir þau. Aðrir þátttakendur í málþinginu eru fræðimenn og höfundar greina í bókinni. Málþingið er rafrænt og fer að mestu fram á ensku.

„Þetta rit sem Ágúst Þór Árnason heitinn ritstýrði ásamt með Catherine Dupré er einstakt framlag til fræðilegrar umræðu um stjórnarskrármál. Ágúst Þór féll frá fyrir aldur fram vorið 2019 en hann hafði alla tíð látið mikið til sín taka í umræðu og fræðiskrifum um stjórnarskrána og sat meðal annars í stjórnlaganefnd. Hann starfaði við lagadeild HA frá upphafi og vann að undirbúningi stofnunar hennar. Með þessu viljum við í Lagadeildinni ekki síst heiðra minningu hans og vekja athygli á þessari mikilvægu bók sem hann vann að fram í andlátið,“ segir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor og deildarformaður Lagadeildar Háskólans á Akureyri.

Málþinginu stýrir Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri

Skráning fer fram á eftirfarandi vefslóð (zoom webinar):

https://eu01web.zoom.us/…/reg…/WN_64HwWdN1Q86fVvdBmRHtoQ

Dagskrá

Fyrsta málstofa (14:00-14:30)

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og einn greinarhöfunda: Hefur stjórnarskrárvinna skilað einhverju?
  • Umræður

Önnur málstofa (14:35-15:25)

  • Í minningu Ágústs Þórs Árnasonar, annars ritstjóra bókarinnar og eins greinarhöfunda

Þátttakendur:

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og einn greinarhöfunda: Forsetinn og stjórnarskráin – fjórum árum síðar
  • Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • Skúli Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og einn greinarhöfunda
  • Catherine Dupré, dósent við Háskólann í Exeter, meðritstjóri og einn greinarhöfunda

Umræður

Hlé (15:25-15:35)

Þriðja málstofa (15:35-16:30)

Þátttakendur og greinarhöfundar:

  • Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
  • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri
  • Skúli Magnússon, dósent við Háskóla Íslands
  • Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands

Málþingi lýkur kl. 16:30

UMMÆLI

Sambíó