Manni bjargað úr sjón­um skammt frá Húsavík

Manni bjargað úr sjón­um skammt frá Húsavík

Rétt fyrir klukkan átta í kvöld bars lögreglunni á Húsavík tilkynning um að maður væri í sjónum í Eyvík, út af Höfðagerðissandi um fimm kílómetrum norðan við Húsavík. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maður­inn lenti í sjón­um. Þetta kemur fram á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norðurlandi eystra.

Lög­reglu­menn fóru á staðinn ásamt sjúkra­liði og björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um úr björgunarsveitinni Garðar. Björgunarbáturinn Jón Kjartansson fór á staðinn og 27 mínútum eftir að útkallið barst hafði manninum verið bjargað um borð í Jón Kjartansson, heilum á húfi er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Maðurinn hafði verið á fallhlífarbretti og við leik í öldunum utan við Höfðagerðissand en hafði fallið af brettinu og farið úr axlarlið og gat ekki bjargað sér til lands.

Maðurinn var fluttur með björgunarbátnum til Húsavíkur og síðan til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðbragðsaðila fyrir skjót viðbrögð.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó