Margir Grímseyingar hyggjast flytja á brott

Margir Grímseyingar hyggjast flytja á brott

Óánægja ríkir meðal Grímseyinga eftir að ríkið og Byggðastofnun neituðu að veita undanþágu frá vinnsluskyldu tengda útgerðum í eyjunni. Í kjölfarið hafa fjórar fjölskyldur sett hús sín á sölu og margir íbúar íhuga að flytja burt, þar sem forsendur til áframhaldandi búsetu virðast brostnar. Fiskveiðar hafa verið burðarás atvinnulífs í Grímsey frá landnámi en nú óttast margir að byggð muni leggjast af. Mbl.is greindi frá fyrr í dag, þar kemur einnig fram að frá árinu 2015 hefur Grímsey notið sérstaks byggðakvóta sem var veittur útgerðum í gegnum byggðaþróunarverkefnið „Glæðum Grímsey.“ Á síðustu sex árum höfðu útgerðir eyjunnar verið undanþegnar vinnsluskyldu, og landaður afli fluttur til vinnslu í landi. Þessi undanþága rann út nýlega og þrátt fyrir nýjar umsóknir var lokaniðurstaða málsins sú að Grímseyingar væru ekki undanþegnir.

Fyrir íbúa hefur þetta verið mikið áfall, þar sem kostnaður við að vinna fiskinn á eyjunni er mikill vegna landfræðilegra aðstæðna. Margir sjómenn, sem eru stærsti hluti íbúa, telja þetta óraunhæft og óhjákvæmilegt að flytja burt ef breytingarnar verða staðreynd. Byggðin hefur nú þegar glímt við fólksfækkun síðustu ár og með þessari ákvörðun telja margir að það muni flýta fyrir endalokum búsetu í Grímsey.

Sambíó

UMMÆLI