Margt nýtt og spennandi í Kjarnaskógi – myndir

Margt nýtt og spennandi í Kjarnaskógi – myndir

Akureyrarbær hefur í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga staðið fyrir miklum framkvæmdum í Kjarnaskógi til þess að bæta aðgengi og auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir gesti svæðisins.

Strandblaksvellirnir hafa verið í mikilli notkun síðustu ár og eru fjórir löglegir keppnisvellir á svæðinu. Vegna vinsælda þarf að bóka vellina og er hægt að gera það hér.

Nýtt og fallegt leiksvæði suður af strandblaksvöllunum hefur fengið nafnið Birkivöllur og má þar finna fjölda leiktækja og grillhús. Einnig hefur verið reist salernishús við bílastæði neðan við strandblaksvellina.

Suður af salernishúsinu er svo búið að setja upp ærslabelg, tvö borðtennisborð og unnið er að uppsetningu minigolfvallar.

Endurbætur hafa verið unnar á Steinagerðisvelli  auk þess sem unnið var að ýmsum öðrum framkvæmdum á svæðinu s.s. stígagerð og merkingum.

Næsta mál á dagskrá er svo 9 holu frisbígolfvöllur sem verður framlenging á vellinum sem er við tjaldsvæðið á Hömrum, sem liggur við Kjarnaskóg. Völlurinn verður þá 18 holur alls.

Á Hömrum hefur svo verið komið fyrir bílabrautinni sem margir muna eftir úr Sundlaugargarðinum við Sundlaug Akureyrar.

Myndir: Akureyri.is

Nýja salernishúsið

Borðtennisborðin

Ærslabelgurinn er vinsæll hjá yngri kynslóðinni

Minigolfvöllur er í vinnslu

Strandblaksvellirnir vinsælu

Leiksvæðið Birkivöllur og grillhús

Endurbætur voru gerðar á Steinagerðisvelli

UMMÆLI

Sambíó