Martha Hermannsdóttir valin í landsliðið

Martha Hermannsdóttir valin í landsliðið

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór í handbolta hefur verið kölluð inn í landsliðshóp íslenska landsliðsins í handbolta. Martha kemur inn fyrir Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur sem meiddist í leik gegn Noregi í síðustu viku.

Martha sem er 35 ára gömul hefur ekki leikið A-landsleik áður á ferli sínum. Hún hefur verið lykilleikmaður í liði KA/Þór undanfarin ár og spilað mjög vel á yfirstandandi leiktíð með liðinu í Olís deildinni.

Martha sem er fyrirliði KA/Þór hefur skorað 62 mörk í tíu leikjum fyrir liðið sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 8 stig.

UMMÆLI

Sambíó