Matargjafir munu halda áfram þessi jólin

Matargjafir munu halda áfram þessi jólin

Sigrún Steinarsdóttir sem staðið hefur að hefur að Matargjöfum á Akureyri og nágrenni tilkynnti á Facebook-síðu hópsins að hún muni halda áfram með matargjafir en þó í breyttri mynd. Er þetta elleftu jólin sem Sigrún er með matargjafir.

Helsta breyting frá fyrra fyrirkomulagi Matargjafa er sú að Sigrún mun ekki starfa í sínu eigin húsnæði, heldur er hún að vinna í því að útvega húsnæði. Segist hún ekki tilbúin að borga leigu, rafmagn, hita og þess háttar af þeim peningum sem berast henni heldur fari þeir allir til skjólstæðinga.

Sigrún mun opna fyrir innlagnir á reikning Matargjafa á morgun, en jóladagatöl verða úthlutuð í lok nóvember og um miðjan desember mun sjálf jólaúthlutunin fara fram.

Reikningur sem hægt er að leggja inn á er hér:

  • Reikningur: 1187 – 05 – 250899
  • Kennitala: 670117-0300

Hér að neðan má lesa færslu Sigrúnar á Facebook í heild sinni:

Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman.

Ég mun opna fyrir innlagnir á Matargjafa reikninginn á morgun 5. nóv 2024 og vona ég að þeir sem voru með mánaðarleg innlegg haldi því áfram því án ykkar er þetta ekki hægt.

Úthlutun byrjar ekki fyrr en í enda nóvember og þá með jóladagátölum en sjálf jólauðthlutunin byrjar ekki fyrr en um miðjan des.

Matargjafir munu starfa í breyttri mynd:

Matargjafir verða ekki við heimili mitt heldur er ég að vinna í því að fá húsnæði. Ég er ekki tilbúin að borga leigu, rafmagn, hita og þ.h af þeim peningum sem þið eruð að safna fyrir þar sem ekkert er að gerð fyrr allur sá peningur í skjólstæðinga Matargjafa.

Matargjafir verður rekin af sjálfboðaliðum og fá skjólstæðingar tíma þar sem þeir geta óskað eftir aðstoð.

Sama fyrirkomulag verður að eins og undanfarin ár, þeir sem gefa og þeir sem þyggja koma ekki á sama tíma.

Í enda nóv og byrjun des verður byrjað að skrá niður á jólalistann (það verður auglýst síðar), fólk getur sótt um, sent inn ábendingar um einstakling eða fjölskyldur í vanda og styrkt einstakling eða fjölskyldu beint (þá mun ég eða sjálfboðaliði hafa milligöngu).

Matargjöfum vantar tölvu, prentara, síma og áskrift af síma og fer ég í það að hafa samband við fyrirtæki um styrk fyrir því. Ef þið þekkið eitthvað til hjá fyrirtækjum eða viljið sjálf styrkja þá er öll aðstoð vel þegin.

Ég ætlað að útbúa blað sem að verða send á fyrirtæki fyrir þessi jól og ef þið getið aðstoðað mig get ég sent ykkur blað sem þið getið sent áfram

Einungis verður hægt að hafa samband eins og er á gmaili Matargjafa, matargjof@gmail.com ég bið ykkur um að virða það.

Ég vil þakka ykkur það traust sem þið hafið sýnt mér þessi rúmlega 10 ár sem við höfum starfað saman, það er ómetanlegt að hafa fólk sem stendur þétt við bakið á mér, ykkar vegna mun ég halda áfram því það eruð þið sem gefið mér kraftinn til þess. ❤️ Hlakka til að starfa áfram með ykkur.

VG

UMMÆLI

Sambíó