Mateo og Gígja þjálfa karlalið KA í blaki í veturMynd: ka.is

Mateo og Gígja þjálfa karlalið KA í blaki í vetur

Miguel Mateo Castrillo er tekinn við sem aðalþjálfari karlaliðs KA í blaki og honum til aðstoðar verður Gígja Guðnadóttir. Þetta kemur fram á vef KA.

Þar segir að Mateo verði spilandi þjálfari og að hann hann hafi verið einhver allra öflugasti leikmaður efstu deildar karla undanfarin ár og farið fyrir gríðarlega sigursælu liði KA.

Mateo hefur verið aðalþjálfari kvennaliðs KA undanfarin ár og hefur kvennastarfi félagsins upp á hæsta plan. Á síðasta tímabili varð liðið Íslands -, Bikar- og Deildarmeistari og vann því allt sem hægt var að vinna. Gígja er fyrirliði kvennaliðs KA og er auk þess í lykilhlutverki í A-landsliði Íslands.

„Mikil uppbygging hefur verið í karlaliði KA að undanförnu og verður spennandi að fylgjast með strákunum undir handleiðslu Mateo í vetur en hann mun einnig halda áfram sínu frábæra starfi með kvennalið félagsins. Við óskum þeim Mateo og Gígju til hamingju og hlökkum svo sannarlega til að fylgjast með framgöngu blakliðanna okkar í vetur,“ segir á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó