Matti Matt tók ótrúlega ábreiðu af Shallow inn í Langjökli – MyndbandSkjáskot úr myndbandinu.

Matti Matt tók ótrúlega ábreiðu af Shallow inn í Langjökli – Myndband

Stórsöngvarinn og Dalvíkingurinn Matti Matt setti á dögunum inn myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Myndbandið sýnir Matta, sem var búinn að koma sér fyrir lengst inn í Langjökli, þar sem hann tyllir sér með gítarinn og tekur lagið Shallow.

Shallow er með vinsælustu lögum heimsins í dag en það vann nýverið Óskarsverðlaun fyrir besta lag í kvikmynd. Lagið er úr myndinni A star is born og er samið og flutt upprunalega af þeim Lady Gaga og Bradley Cooper.

Myndbandið hefur slegið rækilega í gegn en því hefur verið deilt tæplega 700 sinnum og fengið yfir þúsund like. Hér að neðan má sjá myndbandið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó